Árshátíðarnefnd & Tvíund Productions

Ert þú söngelskur, með óslökkvandi áhuga á kvikmyndagerð eða bara rosalega fallegur í mynd? Við leitum að hæfum einstaklingum til að skipuleggja og hanna hið árlega tónlistarmyndand Tvíundar fyrir HR Musical. Sköpum flottasta myndband ársins og tökum bikarinn heim!

Ert þú skipulagður, hress og hefur gaman af viðburðarstjórnun? Vertu með okkur í að undirbúa Árshátið Tvíundar 2016. Við þurfum hugmyndaríkt og skapandi fólk til að hjálpa okkur við að gera hina árlegu hátíð sem allra flottustu og stærstu til þessa.

Senda skal umsóknir á tviund@tviund.com og þurfa þær að innihalda stuttan texta um umsækjanda ásamt mynd af honum.
Setjið í titil á pósti nafn og verkefni sem að sótt er um.

 

Auglýst eftir framboðum

Stjórn Tvíundar auglýsir eftir framboðum í embætti Hagsmunafulltrúa og Skemmtanafulltrúa.

Hagsmunafulltrúi heldur utan um þau námskeið og fyrirlestra sem haldnir eru á vegum félagsins. Hagsmunafulltrúi skal hafa yfirumsjón með upprifjunarnámskeiðum fyrir lokapróf á hverri önn. Auk þess skal hann vera tengiliður Tvíundar við tölvunarfræðideildina fyrir þau námskeið sem tölvunarfræðideildin stendur fyrir. Hann hefur yfirumsjón með og er tengiliður við hverja þá klúbba sem eru á vegum félagsins.

Skemmtanafulltrúi aðstoðar Skemmtanastjóra og er meðlimur í skemmtinefnd. Skemmtinefnd hefur yfirumsjón með mannfögnuðum á vegum Tvíundar.

Tekið verður við framboðum frá og með deginum í dag (21. mars). Frestur til framboðs í embætti er til 23:59 föstudaginn 15.apríl. Kosið verður á Myschool frá klukkan 12.00 mánudaginn 25. apríl til klukkan 12.00 fimmtudaginn 28. apríl. Úrslit kosninganna verða kynnt á Austur föstudagskvöldið 29. apríl. Þeir sem ætla að bjóða sig fram þurfa að senda stutta kynningu á framboðinu ásamt mynd á netfangið tviund@tviund.com. Í kynningunni þarf að koma fram fullt nafn frambjóðanda ásamt aldri, námsbraut og námsgráðu. Einnig þarf að koma skýrt fram hvaða embætti sóst er eftir.

Tvíund sigrar Ólympíuleikana!

Á föstudaginn unnu Tvíund Ólympíuleika HR 2015 eftir æsispennandi baráttu við Atlas, sem endaði í 2. sæti. Þegar Ólympíuleikateitið hófst voru Tvíund og Atlas í 1. sæti með 20 stig, en eftir að hafa sigrað flip-a-cup og endað í öðru sæti í bjórþambi var ljóst að Tvíund fór með sigur af hólmi.

Loka staða:
Tviund 25
Atlas 22
Pragma 17

Til hamingju!

12032642_10154611183443539_8736308719700851977_o

Nýjir nemendafulltrúar

Niðurstöður kosninga um nemendafulltrúa og nýnemafulltrúa eru komnar.

Nemendafulltrúi Tvíundar skólaárið 15-16 er Birgitta Ósk Rúnarsdóttir og nýnemafulltrúi er Jóhanna María Svövudóttir.

Starf nemendafulltrúans er að vera trúnaðarmaður allra félagsmanna og er tengiliður þeirra við stjórn félagsins, en starf nýnemafulltrúa er að vera tengiliður félagsmanna sem eru nýnemar við stjórn félagsins.

Stjórn Tvíundar vill óska þessum ágætu stúlkum til hamingju með kjörið.

Að lokum viljum við láta fylgja mynd af þeim tvem, svo nemendurnir viti hvert þeir eiga að leita til að hafa samband við þær.

Jóhanna og Birgitta

Jóhanna og Birgitta

Heimabar Tvíundar þetta skólaár

Tvíund hefur samið við Bar 11 um að vera heimabar okkar þetta skólaár.

Meðlimir Tvíundar munu því fá góð tilboð á barnum, gegn framvísun félagsskírteinis:

  • Stór Tuborg á krana – 400kr.
  • Skot af Ópal, Tópas, Jagermeister eða Mickey Finn – 400kr.

Tilboðin gilda frá 18.00 – 01.00 alla daga.

Einnig munu meðlimir Tvíundar fá forgang inn á staðinn ef röð er, gegn framvísun félagsskírteinis.

Kær kveðja
Tvíund.

Stjórn Tvíundar!

Nú þegar Stjórn Tvíundar er loksins fullskipuð ákváðum við að taka mynd svo allir vissu hver við værum.

Frá vinstri: Janus (skemmtanafulltrúi), Haukur (skemmtanafulltrúi), Þorri (námskeiðsfulltrúi), Skúli (formaður), Fríða (skemmtanastjóri), Ásgeir (varaformaður & upplýsingafulltrúi) og Kristinn (gjaldkeri).

11251473_10205906334713563_1196894961_n

Sjáumst svo hress á þriggja vikna loka djamminu!