Tvíund Logo

/sys/tur

Þú hefur eignast /sys/tur! /sys/tur er félag fyrir stelpur í Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Markmið /sys/tra er að skapa umhverfi fyrir stelpur til að hittast, fræðast og skemmta sér saman.

Á sama tíma vilja /sys/tur taka þátt í að sýna stelpum hvað tæknigeirinn hefur upp á margt að bjóða og efla konur í tæknigeiranum á Íslandi.

/sys/tur er ungt félag sem fer sífellt stækkandi, en félagið var stofnað árið 2013 af þeim Áslaugu Eiríksdóttur, Elísabetu Guðrúnar- og Jónsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur.

Á þeim tíma hafa /sys/tur gert ýmislegt, til dæmis lært að hakka, tekið í sundur- og sett saman tölvur og búið til legóvélmennið Krúttmund, fengið konur í tæknigeiranum í heimsókn og margt fleira.

Komandi vetur mun verða viðburðaríkur en þá munu /sys/tur halda áfram að fá konur úr tæknigeiranum í heimsókn og segja frá sinni reynslu og starfi.

Einnig munu /sys/tur fara í heimsóknir í fyrirtæki og sinna mis nördalegum en mjög skemmtilegum hugðarefnum saman.

Hvort sem þú ert hugfangin af LoL, svitnar á bakinu þegar einhver í kringum þig fer að tala um Mac vs. PC eða ert alveg slétt sama er /sys/tur eitthvað fyrir þig.

Allar stelpur í tölvunarfræðideild HR eru hugsaðar sem meðlimir /sys/tra en allir, strákar jafnt sem stelpur eru velkomnir á viðburði /sys/tra sem verða haldnir reglulega í allan vetur.

Stjórn /sys/tra 2024-2025

Forseti

Forseti /sys/tra 2024-2025

Sædís Ósk Einarsdóttir

Varaforseti

Varaforseti /sys/tra 2024-2025

Katrín Tinna Sævarsdóttir

Gjaldkeri

Gjaldkeri /sys/tra 2024-2025

Vigdís Helga Eyjólfsdóttir

Ritari

Ritari /sys/tra 2024-2025

Telma Ósk Þórhallsdóttir

Viðburðarstjóri

Formaður /sys/tra 2024-2025

Adele Alexandra Bernabe Pálsson

Fjölmiðlafulltrúi

Fjölmiðlafulltrúi /sys/tra 2024-2025

Hera Brá Tómasdóttir

Varamaður

Varamaður /sys/tra 2024-2025

Elísabet Jóhannesdóttir

Nýnemafulltrúi

Formaður /sys/tra 2024-2025

?