Stjórn Tvíundar!

Nú þegar Stjórn Tvíundar er loksins fullskipuð ákváðum við að taka mynd svo allir vissu hver við værum. Frá vinstri: Janus (skemmtanafulltrúi), Haukur (skemmtanafulltrúi), Þorri (námskeiðsfulltrúi), Skúli (formaður), Fríða (skemmtanastjóri), Ásgeir (varaformaður & upplýsingafulltrúi) og Kristinn (gjaldkeri). Sjáumst svo hress á þriggja vikna loka djamminu!

Framboðs- og Aðalfundir Tvíundar 2015

Nú fer að líða að lokum þessa stjórnartímabils og bjóðum við þessvegna til framboðs- og aðalfundar Tvíundar. Allir frambjóðendur skulu mæta í stofu V102 kl 11:55 þriðjudaginn 17.mars, og hvetjum við félagsmenn einnig til þess að mæta og spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Það verða pizzur og almenn gleði í boði - ekki missa af þessu! … Lesa áfram Framboðs- og Aðalfundir Tvíundar 2015

Nýjir fulltrúar Tvíundar!

Í síðustu viku fóru fram kosningar í nýnema- og nemendafulltrúa Tvíundar skólaárið 2014-2015. Frambjóðendur í nýnemafulltrúa settu líklegast met þetta árið en alls 7 manns buðu sig fram. Það var hún Berglind Lilja Björnsdóttir sem hlaut sigur í þessum kosningum og óskum við henni til hamingju með það. Það var svo einn frambjóðandi í nemendafulltrúa … Lesa áfram Nýjir fulltrúar Tvíundar!

Vorkeppni HR í forritun

Laugardaginn 17. maí nk. verður haldin Vorkeppni HR í forritun. Keppnin fer fram frá kl. 14 til 17 í stofu M.104 Hægt er að keppa sem einstaklingar eða í 2-3 manna liðum. Keppnisfyrirkomulag er líkt og í háskólakeppninni í október. Hvert lið sameinast um eina tölvu. Allir eru velkomnir, sér í lagi nýnemar. Áhugasamir sendi póst á scs_office@ru.is fyrir … Lesa áfram Vorkeppni HR í forritun

Námskeiðsfulltrúi

Í hádeginu í dag lauk aukakosningum þar sem kosið var til námskeiðsfulltrúa Tvíundar. Nú liggja niðurstöður fyrir og nýskipaður námskeiðsfulltrúi Tvíundar er Högni Rúnar Ingimarsson. Við þökkum öllum kærlega fyrir að kjósa og bjóðum Högna velkominn í hópinn! -Stjórn Tvíundar