Nú fer að líða að lokum þessa stjórnartímabils og bjóðum við þessvegna til framboðs- og aðalfundar Tvíundar.

Allir frambjóðendur skulu mæta í stofu V102 kl 11:55 þriðjudaginn 17.mars, og hvetjum við félagsmenn einnig til þess að mæta og spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Það verða pizzur og almenn gleði í boði – ekki missa af þessu!

Aðalfundur Tvíundar verður síðan haldinn mánudaginn 23.mars kl 15:00 í M104
Mál þessi verða tekin til meðferðar á aðalfundi:

  1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
  2. Stjórn félagsins leggur fram ársreikninga félagsins.
  3. Tilkynnt skal um úrslit kosninga.
  4. Lagabreytingar.
  5. Ný stjórn tekur við.
  6. Önnur mál.

Veitingar á boðstólnum og við hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta.

Ef þið hafið einhverjar lagabreytingatillögur þá skal senda þær á tviund@tviund.com eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund.

-Tvíund