Í síðustu viku fóru fram kosningar í nýnema- og nemendafulltrúa Tvíundar skólaárið 2014-2015. Frambjóðendur í nýnemafulltrúa settu líklegast met þetta árið en alls 7 manns buðu sig fram. Það var hún Berglind Lilja Björnsdóttir sem hlaut sigur í þessum kosningum og óskum við henni til hamingju með það.

Það var svo einn frambjóðandi í nemendafulltrúa en það er hún Steinunn Marta Friðriksdóttir og óskum við henni einnig til hamingju með sigurinn. Við hlökkum rosa til samstarfsins með þessum 2 frábæru stelpum, þær eru tengiliðir nemenda og nýnema við stjórnina þannig ekki hika við að tala við þær ef eitthvað kemur uppá, eða bara ef þið viljið spjalla!

Við erum ótrúlega spennt fyrir komandi skólaári og lofum ykkur frábærri skemmtun og fróðleik!

Stay tuned.

– Tvíund