Eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur kosningabaráttan farið af stað og stendur hún yfir fram að föstudag en þá lokar fyrir kosningu á myschool á hádegi.

Hægt er að kynnast frambjóðendum hérna: Frambjóðendur í stjórn Tvíundar
einnig munu þau öruglega vera sýnileg í þessari viku þar sem þú getur náð tal af frambjóðendum.

Í þessari viku stefnum við á að fara í vísó í Gagnavörsluna og er skráning nú þegar hafinn á myschool.

Eftir vísó á föstudaginn förum við á Bar 11 þar sem Tvíund verður með kosningavöku og úrslit kosningar verður kynnt.

Takið einnig frá 31.mars fyrir Aðalfund tvíundar þar sem stjórninn gerir upp árið og ný stjórn tekur officially við völdum.