Eins og flest ykkar hafa kannski tekið eftir er miðasalan á HR-árshátíðina sem haldin verður 8.mars í fullum gangni akkúrat núna.

Tvíund ætlar því að að draga út þrjá Tvíundar meðlimi sem haf keypt sér miða á árshátíðina af handahófi og endurgreiða þeim miðana.
 
Einnig ætlum við að vera með myndaleik þar sem að fólk á séns á því að fá miðann endurgreiddann.
Þá spurja væntanlega einhverjir „Hvað þarf ég að gera til þess að taka þátt í þessum leik?“. Það er því einskær tilviljun að svarið við því er akkúrat hérna fyrir neðan:
 
Til þess að teljast gjaldgengur keppandi í „Miðaleik Tvíundar“ þarf að:
 
– Taka mynd af sér með miðanum sínum(Þetta þarf að vera þinn miði).
– Ef myndin tengist Gangster þema árshátíðarinnar eru gefin auka stig.
– Myndina skal senda inn á instagram taggaða með #tviund.
– Myndin þarf að berast ekki seinna en föstudaginn 7.mars kl.16:00.
– Það er ekki bannað að nota Photoshop, en vel uppstylltar myndir skora hærra.
 
Stjórn Tvíundar mun síðan fara yfir allar þær myndir sem berast og velja þær tvær bestu.
Þeir sem vilja skoða þær myndir sem búið er að senda inn geta skoðað þær á http://instagram.com/tviund
 
Við munum síðan tilkynna í fordrykknum(skráning inni á myschool) hverjir það eru sem fengu endurgreitt.
 
Miðasalan er opin frá:
Þriðjudaginn 10 – 16
Miðvikudaginn 10 – 18
 
 
Hérna er hægt að sjá event sem SFHR setti upp fyrir árshátíðina og er hægt að nálgast allar upplýsingar sem þarf þar:
 
Fyrir þá
 
Hlökkum til að sjá sem flesta.
 
 
kv. Tvíund