Við óskum Nörd til hamingju með sigurinn í Ofurnörd 2014. Keppnin var jöfn og spennandi í mörgum greinum þetta árið.

Við vonum að allir sem tóku þátt í keppnum og lokakvöldinu hafi skemmt sér vel, til þess er nú leikurinn gerður.

Svo verður bara miklu skemmtilegra að taka bikarinn frá HÍ að ári. Það var orðið svolítið þreytt að sækja hann alltaf inn á nemendafélagsskrifstofu!

En við höldum engu að síður ótrauð áfram. Það verður að sjálfsögðu vísindaferð í næstu viku, og að þessu sinni verður haldið í Símann. Nánari upplýsingar um staðsetningu og fjölda sæta verður birt inni á Myschool í vikunni og skráning hefst að vanda kl. 13:37 á miðvikudaginn.

Í vikunni þar á eftir, helgina 21.-23. feb, er svo hin árlega skíðaferð Tvíundar norður í Hlíðarfjall. Upplýsingar um hana koma hingað inn von bráðar. Þessu viljiði ekki missa af – það var geggjað í fyrra!