Aðalfundur Tvíundar verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl 2013 og fer fram í stofu  M103 kl 18:00.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
  2. Stjórn félagsins leggur fram ársreikninga félagsins.
  3. Tilkynnt skal um úrslit kosninga.
  4. Lagabreytingar.
  5. Ný stjórn tekur við.
  6. Önnur mál.
Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.
Boðið verður upp á léttan kvöldverð fyrir fundarmenn.
Lagabreytingatillögur skulu berast til tviund@tviund.com með titlinum „Lagabreyting 2013“.
Við hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta.Bestu kveðjur,
f.h. stjórnar Tvíundar
Alma Ósk Melsteð, Upplýsingafulltrúi.