Miðvikudaginn 18. maí nk. verður haldin fyrsta innanskólakeppni HR í forritun.
Keppnin fer fram frá kl. 12 til 17 í stofu M.1.03.

Keppnin er liðakeppni, þar sem hvert lið samanstendur af (allt að)
þremur einstaklingum. Fylgt er forritunarkeppnaröð ACM (International
Collegiate Programming Contest) að nær öllu leyti, nema er varðar þátttökurétt.
Hvert lið skal sameinast um eina tölvu.

Í þessari keppni eru allir HR-ingar gildir þátttakendur, þ.e., allir
nemendur skráðir á vormisseri, og einnig starfsmenn í fullu eða hlutastarfi.
Einnig eru fyrrverandi HR-ingar og aðrir velunnarar velkomnir til
þátttöku í sérstökum opnum flokki.

Í keppninni verða 6 til 7 forritunardæmi. Liðin skrá sig til leiks á
sérstökum yfirferðarþjón, Mooshak, og senda þangað inn allar lausnir.
Það lið sem leysir flest verkefni fullkomlega rétt sigrar.
Senda má inn leiðréttar lausnir uns þjónninn samþykkir lausnina.
Ef skilja þarf á milli liða með jafnmargar réttar lausnir, er
mæld summa af tímum sem tók að fá allar réttar lausnir ásamt 20 mínútum fyrir
hverja ranga innsenda lausn.
Sem dæmi, ef lið sendir inn gilda lausn fyrir verkefni B kl. 13.10, síðan
ranga lausn fyrir verkefni A, og svo rétta lausn fyrir verkefni A kl.
15.30, þá er heildartími liðsins: 70 mín + 20 mín +150 mín = 240 mín.

Verðlaun verða veitt fyrir efstu lið, fyrir besta nýnemaliðið,
og fyrir óvæntustu lausnina.

Komið og takið þátt, eða fylgist með spennandi keppni!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s