Gríptu gæsina…
Fékkstu frábæra hugmynd í sturtu í gær? Hefuru gengið með sömu hugmyndina
í maganum í tvö ár? Eða skortir þig kunnáttu til að koma góðri hugmynd í
framkvæmd?
Nú er Frumkvöðlakeppni Innovit, Gulleggið 2011, í þann mund að hefjast þar
sem markmiðið er að hjálpa hugmyndum að verða að veruleika. Allir þeir sem
luma á viðskiptahugmynd eru því hvattir til þess að senda hana inn í keppnina og
fá í kjölfarið aðstoð við að breyta hugmyndunum í fullbúnar viðskiptaáætlanir.
Nemendur Háskólans í Reykjavík geta tekið þátt í Gullegginu sér að
kostnaðarlausu í ljósi þess að HR er samstarfsskóli verkefnisins. Aðrir greiða
rúmar 50.000 krónur fyrir námskeið og vinnusmiðjur á vegum keppninnar.
Á þessum námskeiðum fá þátttakendur hjálp við að búa til fullmótaða
viðskiptaáætlun sem og aðra aðstoð sem nýtist ungum sprotafyrirtækjum.
Keppnin er auk þess kjörinn vettvangur til að hitta og komast í samband við aðra
frumkvöðla. Verðlaun eru veitt fyrir tíu bestu viðskiptaáætlanirnar og nema
heildarverðlaun keppninar rúmum 3.000.000 íslenskra króna.
Allir sem hafa viðskiptahugmynd geta farið inn á http://www.gulleggid.is og sent
inn sína hugmynd fyrir 20. janúar 2011. Fullur trúnaður ríkir vegna þeirra
hugmynda sem sendar eru inn í keppnina.
….meðan hún gefst.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s