Sæl veriði,

Nú fer óðum að styttast í prófin og margir eru byrjaðir að læra eins og enginn sé morgundagurinn, þó svo að það sé mismunandi hjá fólki.
En við ákváðum að gera eitthvað þennan síðasta föstudag fyrir próf þó að það sé ekki sukk og svínarí, þetta er jafnframt síðasti viðburður
Tvíundar á þessu ári að undanskildu Jólaballinu/próflokadjamminu en það er 17. desember þar sem við munum vera með eitthvað fyrirpartý
fyrir ballið og síðan munum við fara saman á ballið en það verður haldið á Rúbín Öskjuhlíð.

En við höfum ákveðið að hafa spila/leikja/pizzakvöld í kjallara sólarinnar en þar er að myndast þessi glæsilegasta nemendaaðstaða.

En á föstudaginn munum við fá næsheitar pizzur, spila foos, borðtennis, Nintendo/Playstation, póker og hvaðeina! einnig verður í boði eitthvað
óáfengt og ískallt að drekka og doritoooosss snakk!

Það er nauðsynlegt fyrir ALLA að taka sér pásu í lærdóm því það getur verið mjög slæmt að læra yfir sig! eða þar að segja læra og læra en inntaka ekki neitt!

Við vonumst því til að sjá sem flesta á þessu frábæra kvöldi okkar í kjallara sólarinnar.

En pizzurnar lenda kl 19:44:44 og er fólki frjálst að vera eins lengi og það vill í pásunni sinni eða þá bara fá sér kvöldmat!

pizzas + fun + learning = good grades!

Skráning í þennan viðburð er hafin á Myschool! og er skylda fyrir þá sem ætla að mæta að vera á listanum!

Kær kveðja
Stjórn Tvíundar í samstarfi við OLBÓ

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s