[*** ENGLISH VERSION BELOW ***]
Heil og sæl!

Í Alþjóðlegri Athafnaviku þann 19-21. nóvember fer fram Startupweekend í fyrsta skipti á Íslandi.
Startupweekend fer þannig fram að þátttakendur mæta á viðburðinn með eða án hugmyndar, skipta sér niður
í teymi og vinna síðan frá föstudegi til sunnudags, í 54 tíma, við að byggja upp viðskiptahugmynd frá grunni.
Markmiðið að klára prótótýpu, eða komast sem næst því að klára prótótýpu af vörunni eða þjónustunni sem
unnið er að.

Viðburðurinn er öllum opinn og þar koma saman einstaklingar með ólíka menntun og bakgrunn. Á viðburðinum eru
engir fyrirlestrar heldur er einblínt á að skapa og framkvæma. Aðstandendur Startupweekend í Bandaríkjunum

verða á Íslandi að hjálpa þátttakendum, ásamt fjölmörgum sérfræðingum frá Innovit, Landsbankanum og
hinum ýmsu sprotafyrirtækjum. Þarna gefst einstaklingum tækifæri að vinna fyrstu skrefin í að stofna fyrirtæki
og vinna það með einstaklingum sem hafa stofnað fyrirtæki áður.

Startupweekend hefur farið fram í yfir 100 borgum út um allan heim og náð miklum vinsældum. Þetta er í
fyrsta sinn sem Startupweekend verður haldið á Íslandi og því spennandi að sjá hversu langt Íslendingar ná í
miðað við aðrar borgir sem hafa tekið þátt.

Startupweekend er samstarfsverkefni Landsbanka Íslands og Innovit, nýsköpunar og frumkvöðlaseturs.
Námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum Landsbankans. Verð fyrir almenna þátttakendur er um 9000 krónur (85$)
en stúdentar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík fá góðan afslátt af því verði eða miðann á um 4000
krónur (35$). Innifalið í verðinu er matur frá föstudagskvöldi fram á sunnudagskvöld.

Einungis verða 50 miðar í boði, fyrstir koma fyrstir fá. Skráning og nánari upplýsingar er að finna rafrænt
á iceland.startupweekend.org

*** ENGLISH VERSION ***
November 19-21th in Global Entrepreneurship Week, Startupweekend will be held in Iceland for the first time.
In Startupweekend individuals register that have a business idea or want to work with a team in developing
an idea that somebody else has. Participants are divided into different groups that work on a certain idea
from friday to sunday. Startupweekend is a 54 hour startup event that provides networking, resources
and incentives for individuals and teams to go from idea to launch. Get connected with local developers,
innovators and entrepreneurs. Build community.

Startupweekend has taken place in over a 100 cities over the world. The project in Iceland is managed in co-
operation by Innovit, Entrepreneurship Center and Landsbanki Íslands. Startupweekend will take place in
Landsbanki Íslands Headquarters. Price for participants is ~9000 ISK ($85) but students at the University of
Iceland can register for ~4000 ISK ($35). Participants will get meals from friday night to sunday night included.

Only 50 tickets will be offered for students at the University, the first ones to register get the tickets, no
exceptions. Registration and more information can be found on iceland.startupweekend.org

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s