Laugardaginn 30. október ætlum við í Tvíund að kíkja í Bjórskóla Ölgerðarinnar.  (NOKKUR SÆTI LAUS – Niðurgreitt verð!)

Um Bjórskólann af vefsíðu hans:
Nemendur Bjórskólans ferðast um heim bjórsins undir styrkri leiðsögn kennara okkar sem allir hafa hlotið vottun bruggmeistara Ölgerðarinnar. Námsefnið nær allt frá sögu bjórsins, bruggferlinu og ólíkum bjórtegundum til eiginleika bjórsins og bjórmenningar á Íslandi.

Í frímínútum heimsækja nemendur brugghús Ölgerðarinnar og upplifa af eigin raun hvernig bruggferlið fer fram. Jafnframt verður Borg brugghús heimsótt, nýtt micro-brewery Ölgerðarinnar. Þar fá nemendur bjórþefinn af því sem koma skal í heimi íslenskrar bjórmenningar. Nemendur okkar verða með þeim fyrstu til að smakka afurðir Borgar hverju sinni

Nemendur smakka átta mismunandi bjórtegundir frá öllum heimshornum, ásamt öðrum óvæntum bjórglaðningum. Að lokinni kennslu fá nemendur veglegt ítarefni sem minnkar þörfina á glósutöku til muna. Við útskrift fá nemendur sérstakt viðurkenningarskjal vottað af formanni skólanefndar.
Aðeins 23 komast að og gamla góða reglan gildir sem fyrr um að fyrstur skráir sig, fyrstur fær.
Við fengum þetta pláss nokkuð óvænt og þess vegna þurfa þeir sem ætla að bregðast snögglega við. Ástæðan fyrir því að viljum taka þetta pláss frekar en að bíða aðeins er sú að þann 1. nóvember hækkar verðið um rúmlega 20%.
Verð fyrir meðlimi Tvíundar er 2400 kr. (fullt verð er 4900 kr.) og verður að vera búið að greiða fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 26. okt. Ef greiðsla hefur ekki borist fyrir þann tíma missir sá hinn sami sæti sitt og næsti á biðlistanum kemur inn.
Upplýsingar fyrir millifærslu:
Reikningsnr. 0130-26-101330
Kennitala: 550705-1330
Skráning fer fram á MYSCHOOL en greiða þarf um leið og skráð sig er á viðburðinn
Mæting er stundvíslega kl. 20 og svo hringir út kl. 23
Ef einhverjar spurningar vakna þá getið sent mail á tviund@ru.is eða hringt í 690-6934.
Sjáumst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s