Komiði margblessuð og sæl

Nú vill svo til að upplýsingafulltrúinn okkar, Friðrik Már, hefur ákveðið að hætta í skólanum og þar af leiðandi að hætta í stjórn Tvíundar.

Við ætlum því að halda kosningar þar sem kosið verður um nýjan upplýsingafulltrúa og í leiðinni ætlum við að nýta þessar kosningar til þess að kjósa um skemmtinefnd.

Upplýsingafulltrúi
Um upplýsingafulltrúa stendur eftirfarandi í lögum Tvíundar:
„Upplýsingafulltrúi, ritar fundargerðir stjórnarfunda. Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með heimasíðu félagsins, http://www.tviund.com, svo og umsjá aðsendra bréfa. Upplýsingafulltrúi skal vera tengiliður Tvíundar við önnur félög tölvunarfræðistúdenta, innlend sem erlend.“

Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram í embætti upplýsingafulltrúa þá sendiru póst á tviund@ru.is og tekur fram fullt nafn, kennitölu og svo hefuru kost á að koma örstuttum skilaboðum til kjósenda á framfæri ef þú vilt en það mega þó ekki vera fleiri en 100 orð.

Um skemmtinefnd stendur eftirfarandi í lögum Tvíundar:
“Skemmtinefnd hefur yfirumsjón með mannfögnuðum á vegum Tvíundar. Hlutverk skemmtinefndar er að ná fram markmiðum 3. og 4. tl. 3. gr.”

Skemmtinefnd Tvíundar telur þrjá einstaklinga, skemmtanastjóra og tvo aðra. Skemmtanastjóri er nú þegar til en það vantar hina tvo meðlimina.

Stjórn Tvíundar hefur ákveðið, þar sem þetta eru sérstakar aðstæður og í prufuskyni, að þetta verða ekki einstaklingsframboð heldur verður fólk að koma sér saman í pör og bjóða sig þannig fram til skemmtinefndar.

Ef þú og vinur/vinkona þinn/þín hafið áhuga á að bjóða ykkur fram í skemmtinefnd þá sendiru póst á tviund@ru.is og tekur fram fullt nafn beggja, kennitölu beggja og svo hafið þið kost á að koma örstuttum skilaboðum til kjósenda ef þið viljið en það mega þó ekki vera fleiri en 100 orð. Ekki er verra að fá póst frá báðum aðilum framboðsins til staðfestingar.

Frestur til þess að senda inn framboð rennur út sunnudaginn 10. október kl. 23:59
Kosningar fara fram frá mánudeginum 11. október kl. 14:00 til föstudagsins 15. október kl. 16:00. Þá um kvöldið verður svo kosningavaka þar sem úrslit kosningana verða kunngjörð og fagnað fram undir morgun.

Nýtið lýðræðið!

Fyrir hönd stjórnar Tvíundar,
Finnur Kolbeinsson
Skemmtanastjóri

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s